Gróskudagar 2023

1 mar 2023

Gróskudagar 2023

Fjölbreyttar, skemmtilegar og vel sóttar smiðjur voru í boði fyrir nemendur á Gróskudögum í ár. Nemendur þurftu að velja sér sex smiðjur í heildina, þrjár hvorn dag. Smiðjurnar sem boðið var upp á í ár voru í kringum 35 talsins, staðsettar bæði í skólanum og víðar í bænum.

Það sem einkenndi Gróskudagana í ár var gleði og gaman eins og má sjá brot af henni á meðfylgjandi myndum.

Viljum þakka nemendum okkar fyrir einstaklega góða og skemmtilega Gróskudaga.

Til baka