Hárgreiðslunemar á ferð og flugi - Erasmus+

26 apr 2023

Hárgreiðslunemar á ferð og flugi - Erasmus+

Alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá nemendum MÍ!

Nú fyrir páska fóru þrjár stúlkur í grunnnámi háriðngreina, þær Arndís, Ásgerður og Védís, til Spánar ásamt Margréti kennara sínum. Um er að ræða Erasmus+ verkefni sem Menntaskólinn á Ísafirði er aðili að.  

Ferðinni var heitið til Bilbao þar sem heimsóttur var hár- og snyrtiskólinn Hermanos Larrinaga. Ferðin var alls 10 dagar þar sem nemendur sóttu tíma í skólanum sem er einkarekinn en styrktur af basknesku ríkisstjórnninni. Ásamt nemendum MÍ voru einnig 4 nemendur frá finnska skólanum Omnia. Heilmikið prógram var í gangi hjá nemendum sem sóttu tíma í Hermanos frá kl. 9:00 - 14:00 og stóðu MÍ stúlkurnar sig með prýði í náminu. 

Eftir skóla höfðu nemendur frjálsan tíma sem var nýttur í að skoða borgina, fara á söfn og fleira. 

Dvölin gekk virkilega vel, skemmtileg upplifun og komust stúlkurnar að því að þær kunnu allt sem sett var fyrir þær í náminu og gengu stoltar og sáttar frá borði.

Til baka