Háskóladagurinn 2021

22 feb 2021

Háskóladagurinn 2021

Háskóladagurinn 2021 verður haldinn laugardaginn 27. febrúar n.k. Að þessu sinni verður dagurinn og viðburðir honum tengdir alfarið á netinu vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19. Í síðustu viku var opnaður ný vefur Háskóladagsins, haskoladagurinn.is sem mun einfalda aðgengi allra að upplýsingum um það háskólanám sem er í boði á landinu. 

Á laugardaginn kemur munu um 300 fjarfundir tengjast vefnum þar sem hægt verður að fá upplýsingar um allar námsbrautir en á fjarfundunum geta áhugasamir spurt spurninga um námið og spjallað við fulltrúa háskólanna, nemendur og kennara. Á vefnum er afar öflug og einföld leitarvél sem auðveldar verðandi nemendum að finna draumanámið.

Til baka