Heimsókn frá Húsavík

31 maí 2024

Heimsókn frá Húsavík

1 af 2

Starfsfólk framhaldskólans á Húsavík heimsótti MÍ á starfsdögum í vikunni. Áttum við góðan dag saman með faglegri dagskrá fyrir hádegi þar sem til umfjöllunar voru ýmsar sameiginlegar áskoranir í skólastarfinu s.s. gervigreind, fjarnám og námsmenning. Eftir hádegi var svo haldið í sögugöngu um Ísafjörð undir leiðsögn Andreu Harðardóttur og að henni lokinni tók við skemmtidagskrá með hattaþema eins sjá má á meðfylgjandi myndum. Dagurinn endaði svo á sameiginlegum kvöldverð í Arnardal. Við þökkum Húsvíkingum kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að heimsækja þau við tækifæri. 

Til baka