Heimsókn frá Omnia framhaldsskólanum í Finnlandi

4 nóv 2022

Heimsókn frá Omnia framhaldsskólanum í Finnlandi

Við fengum góða gesti í skólann í vikunni þegar þær Elina Kollanus og Sari Rehell frá framhaldsskólanum Omnia í Espoo í Finnlandi komu í heimsókn. Þær voru í undirbúningsheimsókn vegna væntanlegs Erasmus+ samstarf svið okkur í Menntaskólanum á Ísafirði en hluti starfsfólks skólans fór í kynnisferði til Omnia síðastliðið vor. Við væntum góðs af samstarfi við Omnia skólann á næstu misserum en skólinn er mjög stór og vel búinn starfs- og verknámsskóli. Mikil tækifæri felast í því fyrir nemendur okkar að geta farið þangað til lengri eða styttri dvalar í starfsnámi eða nemendaskiptum. Nokkrar myndir frá heimsókn þeirra Elinu og Sari fylgja hér með.

Til baka