Heimsókn frá Rafmennt

21 nóv 2021

Heimsókn frá Rafmennt

Nýnemar í rafiðngreinum taka á móti spjaldtölvum frá samtökum rafiðnaðarmanna.
Nýnemar í rafiðngreinum taka á móti spjaldtölvum frá samtökum rafiðnaðarmanna.

Síðastliðinn fimmtudag komu góðir gestir frá Rafmennt í heimsókn í skólann. Þau komu færandi hendi en allir nemendur á fyrsta ári í rafiðngreinum fengu afhenta spjaldtölvu ásamt spjaldtölvuhulstri. Samtök rafiðnaðarmanna hafa staðið að verkefni um afhendingu spjaldtölva til nýnema í rafiðnaði um nokkurt skeið og hafa rúmlega 3000 tölvur verið afhentar síðan verkefnið byrjaði.  Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Þór Pálsson, Báru Laxdal Halldórsdóttur og Ingvar Jónsson frá Rafmennt, ásamt hluta nemenda á fyrsta ári í rafiðngreinum og Sigurði Óskarssyni kennara. MÍ þakkar góða gjöf til upprennandi rafiðnaðarfólks í skólanum.

Til baka