Heimsókn frá finnskum framhaldsskóla

15 sep 2023

Heimsókn frá finnskum framhaldsskóla

1 af 4

Í síðustu viku fengum við ákaflega skemmtilega heimsókn frá Finnlandi þegar 12 nemendur og 4 kennarar frá framhaldsskóla í Helsinki komu hingað í Erasmus verkefni. Verkefnið ber yfirskriftina Menning og líf í vatni og fengu gestirnir að kynnast skólanum okkar, nemendum og svæðinu almennt hér í kring. Dvöldu gestirnir hér á Ísafirði í rúma viku og sinntu fjölbreyttum viðfangsefnum innan dyra og utan. Finnsku nemendurnir voru hýstir af íslenskum nemendum og vonumst við til að fá tækifæri til að endurgjalda heimsóknina við tækifæri.

Til baka