Hópur danskra nemenda í heimsókn

5 apr 2019

Hópur danskra nemenda í heimsókn

Hópurinn með kennara sínum, deildarstjóra og Tryggva Sigtryggssyni sem hefur verið tengiliður skólans í verkefninu
Hópurinn með kennara sínum, deildarstjóra og Tryggva Sigtryggssyni sem hefur verið tengiliður skólans í verkefninu

Þessa viku og næstu munu 9 nemendur frá samstarfsskóla okkar í Danmörku, EUC Lillebælt, ásamt kennara og deildarstjóra vera við nám í skólanum. Hópurinn gistir á heimavistinni og vinnur hér að skólaverkefnum undir leiðsögn kennarans síns. Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum heimsókn af þessu tagi og vonum við að þær eigi eftir að verða fleiri í framtíðinni.

Fyrir utan námið hefur hópurinn farið í heimsóknir í 3X og Vélsmiðjuna Þrist sem og skoðað gömlu vélsmiðjuna á Þingeyri. Danirnir halda heim á leið föstudaginn 12. apríl. 

Til baka