Hugmyndir og nýsköpun

21 feb 2023

Hugmyndir og nýsköpun

1 af 3

Ýmislegt skemmtilegt er gert í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun, sem er skylduáfangi á stúdentsbrautum og á lista- og nýsköpunarbraut hér í MÍ.

Í áfanganum læra nemendur sjálfstæð vinnubrögð og hvernig hægt er að koma hugmyndum sínum á framfæri og jafnvel í framleiðslu.

Á dögunum fóru nemendur m.a. í heimsókn í tvö fyrirtæki hér á Ísafirði.

Í Nora Seafood fengu nemendur kynningu á nýsköpun í tínslu á sjávarfangi og vinnslu þess, en Nora Seafood framleiðir ýmiskonar fiskafurðir úr fersku sjávarfangi sem veitt er á Vestfjarðarmiðum.

Í Kertahúsinu fengu nemendur kynningu á tilurð fyrirtækisins sem stofnað var í Covid í kjölfar skorts á ferðamönnum. Einnig bjuggu allir nemendur til ilmkerti þar sem þau völdu lit, ilm og bolla/krukku sem eru endurvinnsla á bollum, krukkum og kertastjökum úr Vesturafli – nytjamarkaði í svæðinu.

Til baka