Innritun lokið

19 jún 2019

Innritun lokið

Innritun nýnema í framhaldsskóla er lokið og geta nemendur nú fengið upplýsingar um skólavist. Farið er inn á menntagatt.is og ýtt á breyta umsókn. Þar er flipi sem heitir umsókn en þar birtast upplýsingar um hvaða skóli hefur samþykkt umsóknina.

Í dag fór út bréfpóstur til allra nýinnritaðra nemenda við MÍ og greiðsluseðill fyrir skólagjöldum haustannar var sendur í heimabanka nemenda, en í heimabanka forráðamanna ef nemandinn er yngri en 18 ára.

Áhugasamir um nám við skólann geta haft samband við Heiðrúnu Tryggvadóttur áfangastjóra, heidrun@misa.is

Til baka