Innritun nýnema lokið

24 jún 2024

Innritun nýnema lokið

Í dag lauk Menntamálastofnun við að innrita nýnema í framhaldsskóla. Alls voru 69 nýnemar innritaðir í MÍ og hafa nýnemar ekki verið svo margir síðan haustið 2014. Dagskólanemendum í heild mun fjölga um 17% og fara úr 180 í 216. Nýnemar skiptast eftir brautum þannig:

Félagsvísindabraut 4
Húsasmíði 4
Grunnnám málm- og véltæknigreina 19
Starfsbraut 4
Lista- og nýsköpunarbraut  4
Náttúruvísindabraut 10
Opin stúdentsbraut 24

 

Innritaðir nemendur eiga von á innritunarbréfi frá skólanum í pósti. Við bjóðum nýnema haustsins 2024 velkomna í MÍ og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Innritun í fjarnám stendur enn yfir og sömuleiðis eru laus pláss á nokkrum brautum í dagskóla s.s. í húsasmíði og vélstjórn A. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið fjarnam@misa.is þegar skrifstofa skólans opnar að nýju eftir verslunarmannahelgi til að innrita sig í skólann.

Til baka