Innritun stendur yfir

13 nóv 2018

Innritun stendur yfir

Nú stendur yfir innritun fyrir vorönn 2019, annars vegar í fjarnám og hins vegar í annað nám innan skólans.

Stefnt er að því að fara af stað með nýjan hóp í skipstjórnarnámi A ef næg þátttaka næst. Námið gefur réttindi til að gegna stöðu skipstjóra eða stýrimanns á skipum sem eru styttri en 24 metrar að skráningarlengd og stöðu undirstýrimanns á skipum að 45 metum að skráningarlengd í innanlandssiglingum.

Laus pláss eru á allar stúdentsbrautir skólans sem og á 2. ár eftirtaldra brauta; grunndeild málmiðna, lista- og nýsköpunarbraut, sjúkraliðabraut og vélstjórn A.

 

Frekari upplýsingar um nám við skólann gefa Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari og Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri. Hægt er að sækja um bæði fjarnám og svo annað nám í skólanum hér:

 

Sækja um skólavist

 

Sækja um fjarnám

Til baka