Íslandsmót iðn- og verkgreina

14 mar 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll 16. - 18. mars.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

MÍ lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu.

Hvetjum alla til að kíkja við og upplifa einstakan viðburð.

Til baka