Jöfnunarstyrkur

14 sep 2009

Jöfnunarstyrkur

Matt Willen
Matt Willen

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga rétt á að sækja um styrk til jöfnunar námskostnaðar, sbr. reglugerð nr. 692/2003.

Umsókn á að senda til Lánasjóðs íslenskra námsmanna http://lin.is

Umsóknarfrestur er til 15. október.

Eitt frumskilyrði fyrir styrk er að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Skilyrði fyrir styrknum er að nemandi hafi gengið til lokaprófs úr a.m.k. 12 einingum á önninni í reglubundnu dagskólanámi.

Til baka