Jólaútskrift

18 des 2010

Jólaútskrift

Laugardaginn 18. desember voru 7 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Nemendur fengu afhent prófskírteini og viðurkenningar og Kór MÍ söng undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Þau sem brautskráðust að þessu sinni voru Hilmar Örn Þorbjörnsson úr A-námi vélstjórnar, Ásrún Lárusdóttir og Kristín Úlfarsdóttir af sjúkraliðabraut, Erla Pálsdóttir og Sigríður Ágústa Finnbogadóttir af félagsfræðabraut og Erla Sighvatsdóttir og Snorri Karl Birgisson af náttúrufræðibraut. Þær Ásrún og Kristín fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hjúkrunargreinum og Erla Sighvatsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum og á stúdentsprófi. Skólinn óskar þeim öllum  innilega til hamingju með áfangann sem og gæfu í framtíðinni.

Til baka