Jólaútskrift 2011

21 des 2011

Jólaútskrift 2011

Laugardaginn 17. desember voru 14 nemendur brautskráðir frá skólanum. Tveir útskrifuðust sem vélaverðir smáskipa og þrír sem sjúkraliðar. Úr A námi vélstjórnar útskrifaðist einn nemandi og einnig útskrifaðist einn vélvirki. Sjö luku stúdentsprófi, sex af félagsfræðibraut og einn sjúkraliði lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs. Kór MÍ undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur flutti tónlist við athöfnina og nemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skólinn þakkar útskriftarnemum samstarf og samveru á undanförnum árum og óskar þeim alls hins besta í framtíðinnni.

Til baka