Jólavika

30 nóv 2023

Jólavika

MÍ er sannarlega að komast í jólaskap þessa dagana. Jólavika nemendafélagsins stendur yfir og hafa nemendur verið að gera jólalegt í kringum sig með borðskreytingum og jólalegu þema alla vikuna. Í dag var jólapeysuþema og á morgun er sparifataþema í tilefni 1. des. Um kvöldið verður svo haldinn hinn árlegi fullveldisfagnaður og mikil stemning í loftinu. Vikan sem er að líða er síðasta heila vikan í kennslu og námsmatsdagar taka við 6. - 13. desember. 

Til baka