Jólavika í Gryfjunni í MÍ

3 des 2021

Jólavika í Gryfjunni í MÍ

Það er heldur jólalegt um að litast í Gryfjunni í MÍ þessa dagana því nemendur hafa keppst við að skreyta sæti, borð og veggi. Nemendaráð stóð fyrir ýmsum viðburðum í frímímínútum og hádegishléi. Jólakaraoke, jólakahoot og keppni í piparkökuskreytingum var meðal þess sem var í boði, haldið var jólabíómyndakvöld og boðið upp á kakó og piparkökur. Í kvöld verður svo fullveldishátíð (1. des hátíð), matur og ball í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Nokkrar myndir af jólastemmningu í Gryfjunni fylgja hér með. 

Til baka