Jólavika í MÍ

6 des 2019

Jólavika í MÍ

Vikan hér í MÍ hefur borið þess merki að það styttist í jólin. Vikan hófst á jólapeysudegi, keppt hefur verið í piparkökuhúsaskreytingum og jólaspurningakeppni auk þess sem stjórn NMÍ bauð nemendum og starfsfólki upp á heitt kakó við komuna í skólann í gærmorgun. Í dag komu síðan leikskólabörn í heimsókn og dönsuðu með nemendum og starfsfólki í kringum jólatréð. Alla vikuna hefur farið fram samkeppni um best jólaskreytta borðið í Gryfjunni og verða úrslitin tilkynnt í kvöld en þá fagna nemendur og starfsfólk fullveldisdeginum í Félagsheimilinu í Bolungarvík.

Til baka