Kaffisamsæti útskriftarnema

5 maí 2022

Kaffisamsæti útskriftarnema

Sú ánægjulega hefð er við lýði í MÍ að útskriftarnemar bjóða starfsfólki til kaffisamsætis undir lok síðustu annarinnar í skólanum. Venjulega daginn fyrir dimission. Þá mæta nemendur og starfsfólk í sínu fínasta pússi á kaffistofuna og nemendur bjóða upp á hlaðið borð af kræsingum. Undanfarin tvö ár hefur þetta samsæti verið ýmsum takmörkunum háð og því var ánægjulegt að hitta prúðbúna nemendur í morgun á kaffistofu starfsfólks og eiga með þeim ánægjulega stund. Meðfygljandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

Til baka