Kappróður 2013

15 okt 2013

Kappróður 2013

1 af 4
Keppt var í róðri á sexæringum á Pollinum í Skutulsfirði í dag. Alls tóku 9 lið þátt í keppninni og róið var frá skútubryggju að bauju framan við Neista. Leikar fóru svo að karlalið kennarar bar sigur úr býtum og hefur formleg kæra vegna þeirra úrslita ekki borist dómara og tímavörðum. Í öðru sæti var liðið Meistari Jakob og í þriðja sæti var Áhöfnin á Húna í sinni annarri tilraun. Auk kennara og nemenda MÍ tóku nemar í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða þátt í keppninni. Heildarúrslit og tíma má sjá með því að smella hér.

Til baka