Leikfélag MÍ setur Litlu hryllingsbúðina á svið

21 feb 2016

Leikfélag MÍ setur Litlu hryllingsbúðina á svið

Í Sólrisuvikunni setur Leikfélag MÍ á svið Litlu hryllingsbúðina eftir Alan Menken og Howard Ashman. Laust mál er í þýðingu Einars Kárasonar og söngtextar í þýðingu Megasar. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.

Frumsýning verður föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í Edinborgarhúsinu og alls verða sýningarnar fimm. Hægt er að panta miða í síma 779-2644 eftir kl. 12:00 á daginn. 

Sýningar verða sem hér segir: 

Frumsýning 26. febrúar klukkan 20:00
2. sýning 28. febrúar klukkan 20:00
3. sýning, 29. febrúar klukkan 20:00
4. sýning 1. mars klukkan 20:00
5. sýning 3. mars klukkan 20:00

Verð:
12 ára og eldri : 3000 kr
6-11 ára : 2500
NMÍ: 2500
Öryrkjar og eldriborgarar: 2500

Til baka