Lið MÍ áfram í Gettu betur

9 jan 2020

Lið MÍ áfram í Gettu betur

Gettu betur lið MÍ sem þau Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir skipa keppti miðvikudagskvöldið 8. janúar við lið Fjölbrautaskólans í Ármúla. FÁ hafði betur í keppninni en MÍ komst áfram í næstu umferð sem stigahæsta taplið umferðarinnar. Mun lið MÍ keppa á móti Verkmenntaskóla Austurlands n.k. þriðjudag, 14. janúar.

Hægt er að fylgjast með Gettu betur á vef RÚV Núll:  www.ruv.is/null 

Til baka