Lokaverkefni kynnt

13 des 2022

Lokaverkefni kynnt

Hluti af námi allra nemenda til stúdentsprófs er lokaverkefnisáfangi þar sem nemendur vinna að einu stóru verkefni að eigin vali. Í áfanganum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni og frumkvæði. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám,  sérstaklega hvað varðar leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri.

Nemendur í lokaverkefnisáfanganum þurfa að kynna verkefni sín í lokin. Í gær fór fram slík kynning og var gaman að sjá hversu fjölbreytileg verkefnin voru:

 • Matarfíkn, átröskun og offituaðgerðir
 • Lúpínan
 • Fíkniefni
 • Víetnam-stríðið
 • Æviferill fatnaðar - slow fashion
 • Arsenal
 • Sykursýki
 • Female tropes in media
 • Anime teikningar á gleri
 • Áhrif samfélagsmiðla á líkamsímynd ungra stúlkna
 • Er betra að trúa en trúa ekki?
 • Samanburður á menntaskólum á Íslandi og í Noregi
 • Úr borg í sveit
 • Barnateppi - Hvernig form, litir og áferð hafa áhrif á börn
 • Parkinson sjúkdómurinn
 • Saga djassins
 • Vestur-Íslendingar og ferð til Íslands
 • Orkudrykkir á Vestfjörðum

 

 

Til baka