Löng helgi

18 okt 2023

Löng helgi

Nú er hin kærkomna langa helgi framundan hjá okkur og verður engin kennsla dagana 19. - 23. okt. Skrifstofa skólans verður einnig lokuð þessa daga. Við vonum að nemendur og starfsfólk njóti frísins og komi endurnærð til starfa þriðjudaginn 24. október. Þann dag er að vísu fyrirhugað Kvennaverkfall til að mótmæla vanmati á störfum kvenna og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum og kynsegin fólki. Búast má við að starfssemi skólans raskist af þeim sökum. Konur, kvár, stelpur og stálp hafa fengið hvatningu frá skólanum um að taka þátt í skipulagðri dagskrá. 

Til baka