MÍ áfram í Gettu betur!

6 feb 2011

MÍ áfram í Gettu betur!

Fyrstu umferð Gettu betur lauk föstudagskvöldið 4. febrúar. Lið MÍ sem er skipað þeim Daníel Rafni Kristjánssyni, Gauta Geirssyni og Hallberg Brynjari Guðmundssyni bar þar sigurorð af liði Verkmenntaskólans á Akureyri. MÍ-ingar fengu 17 stig en lið VMA 9. Dregið hefur verið í 16 liða úrslit og mun lið MÍ mæta harðsnúnu liði Kvennaskólans í beinni útsendingu á Rás 2 miðvikudaginn 9. febrúar kl. 19:30. Áfram MÍ!

Til baka