MÍ hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

7 mar 2024

MÍ hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

Hópmynd við úthlutunina í dag
Hópmynd við úthlutunina í dag
1 af 2

Menntaskólinn á Ísafirði hlaut í dag styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála en í styrkveitingunni var lögð áhersla á lýðræðislega þátttöku og baráttu gegn fordómum og mismunun.  Alls hlutu 17 verkefni og rannsóknir samtals 50 milljónir króna. Er þetta annað árið í röð sem skólinn hlýtur styrk úr sjóðnum.

Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra afhenti styrkinn í dag og veitti Erna Sigrún Jónsdóttir námsráðgjafi styrknum móttöku fyrir hönd skólans. Verkefnið sem skólinn fékk styrk fyrir ber yfirskriftina Við öll! Menntaskólinn á Ísafirði sem fjölmenningarlegt samfélag. Verkefnið felst í grófum dráttum í að halda vinnustofur fyrir nemendur og skólasamfélagið með það að markmiði dýpka skilning og auka meðvitund skólasamfélagsins á því hvað felst í því að vera hluti af inngildandi og fjölmenningarlegu samfélagi. Styrkupphæðin er 2.200.000 kr.

Við fögnum þessari styrkveitingu mjög og hlökkum til við að hefjast handa og halda áfram að skapa inngildandi og fjölmenningarlegt samfélag í skólanum.

Til baka