MÍ keppir í Gettu Betur í kvöld

22 feb 2024

MÍ keppir í Gettu Betur í kvöld

Í kvöld keppir lið skólans í 8 liða úrslitum Gettu Betur. Mótherjinn að þessu sinni er lið Verslunarskóla Íslands og verður viðureignin í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:05. Er þetta í þriðja sinn í sögunni sem lið frá MÍ nær svo langt í keppninni. Liðið í ár skipa Daði Hrafn Þorvarðarson, Mariann Raehni, Saga Líf Ágústsdóttir og Signý Stefánsdóttir. Þjálfarar eru þeir Einar Geir Jónasson og Jón Karl Ngosanthiah Karlsson. Í morgun fór rúta frá MÍ til Reykjavíkur með rúmlega 40 nemendur sem munu styðja lið MÍ í sjónvarpssal. Við óskum keppendunum góðs gengis í kvöld.

Til baka