MÍ keppir í Gettu betur

15 jan 2018

MÍ keppir í Gettu betur

Í kvöld, 15. janúar, keppir MÍ í annarri umferð Gettu betur - spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fram fram kl. 21:00 á Rás 2 og koma andstæðingar MÍ að þessu sinni frá Menntaskólanum á Akureyri. Lið MÍ skipa Emil Uni Elvarsson, Sonja Katrín Snorradóttir og Veturliði Snær Gylfason. Varamaður er Sigríður Erla Magnúsdóttir. Um utanumhald liðsins sér Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson málfinnur skólans. Við óskum keppendum okkar góðs gengis í kvöld. Áfram MÍ!

Til baka