MÍ komið áfram í sjónvarpshluta Gettu betur

20 jan 2020

MÍ komið áfram í sjónvarpshluta Gettu betur

Í 2. skiptið í sögu MÍ er Gettu betur lið skólans komið áfram í sjónvarpshluta keppninnar eða 8 liða úrslit. MÍ sigraði Verkmenntaskóla Austurlands (VA) í endurtekinni keppni annarrar umferðar með 23 stigum gegn 12.

MÍ mun mæta Verzlunarskóla Íslands í sjónvarpssal föstudaginn 21. febrúar n.k. Við óskum keppendunum og þjálfara innilega til hamingju en liðið skipa þau Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir. Þjálfari er Veturliði Snær Gylfason.

 

Til baka