MÍ mætir FSU í 2. umferð Gettu betur

14 jan 2019

MÍ mætir FSU í 2. umferð Gettu betur

1 af 2

Gettu betur lið skólans gerði sér lítið fyrir og sigraði MS í fyrstu umferð keppninnar sem fram fór á Rás 2 þann 7. janúar s.l. MÍ-ingum gekk mjög vel og náðu 24 stigum gegn 9 stigum MS. Næst mætir liðið Fjölbrautaskóla Suðurlands sem komst áfram í 2. umferð með því að sigra Menntaskólann á Egilsstöðum með 19 stigum gegn 16. Það er því æsispennandi viðureign framundan hjá okkar fólki í kvöld, en keppninni er sem fyrr segir útvarpað á Rás 2 og hefst kl. 19.30. Davíð Hjaltason, Einar Geir Einarsson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir skipa lið MÍ og er þeim óskað góðs gengis í keppninni!

Til baka