MÍ mætir ML í Gettu betur

6 jan 2021

MÍ mætir ML í Gettu betur

Fyrsta umferð Gettu betur 2021 hófst þann 4. janúar og í kvöld er komið að MÍ. Lið skólans mætir liði Menntaskólans á Laugarvatni kl. 19:00. Viðureignin er í beinni á ruv.is/null og allir eru hvattir til að fylgjast með.

Að þessu sinni er liðið skipað þeim Dagbjörtu Ósk Jóhannsdóttur, Davíð Hjaltasyni og Einari Geir Jónassyni. Strákarnir eru að keppa í 3. skipti en Dagbjört er nýliði. Í fyrra komst MÍ eftirminnilega í sjónvarpið í átta liða úrslit og er stefnan að sjálfsögðu sett þangað aftur. Þjálfari liðsins er, eins og undanfarin ár, Veturliði Snær Gylfason.

Áfram MÍ!

Til baka