MÍ sigrar í HJÓLUM Í SKÓLANN

27 sep 2013

MÍ sigrar í HJÓLUM Í SKÓLANN

Í síðustu viku stóð yfir keppnin Hjólum í skólann á milli framhaldsskóla landsins. Skólum var skipt í þrjá flokka eftir fjölda nemenda og starfsmanna. Leikar fóru svo að Menntaskólinn á Ísafirði sigraði keppnina í sínum flokki sem var flokkur skóla með færri en 400 nemendur og starfsfólk. Nemendum og starfsfólki skólans er óskað til hamingju með sigurinn. Svo er um að gera að láta ekki fyrsta sætið úr greipum ganga á næsta ári. Nánar má lesa um keppnina og úrslitin á síðunni http://hjolumiskolann.is/

Til baka