Matartæknibrautin komin af stað

4 feb 2023

Matartæknibrautin komin af stað

Matartæknibrautin er komin af stað í nýrri og glæsilegri kennsluaðstöðu MÍ.

Matartækninámið er 204 eininga nám, bæði bóklegt og verklegt og lýkur því með fagprófi matartæknis á 3. námsþrepi.

Á brautina eru skráðir 14 nemendur  sem er mikið fagnaðarefni og greinilegt að þörf var á að endurvekja brautina við MÍ.

 

Til baka