Mennta- og barnamálaráherra í heimsókn

11 nóv 2022

Mennta- og barnamálaráherra í heimsókn

Mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason kom í heimsókn til okkar í MÍ í gær ásamt starfsfólki mennta- og barnamálaráðuneytis, þeim Gylfa Arnbjörnssyni, Sigurlaugu Ýr Gísladóttur og Hrafnkatli Tuma Kolbeinssyni. Þau þrjú mynda starfshóp um húsnæðismál framhaldsskóla og Hrafnkell Tumi er jafnframt tengiliður skólans í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það var bæði gott og gagnlegt að fá Ásmund Einar og hans fólk í heimsókn. Stjórnendur og starfsfólk MÍ ásamt hluta skólanefndar áttu gott samtal við þau um ýmis mikilvæg verkefni sem vinna þarf á næstu vikum og mánuðum. Þar bar hæst bygging nýs verknámshúss við skólann sem lengi hefur verið beðið eftir. Gott vilyrði fékkst frá ráðherra um framgang þess máls. Farið var í skoðunarferð um húsakynni skólans, aðstaða skoðuð og spjallað við kennara og nemendur. Kærar þakkir fyrir komuna.

Til baka