Mikið af íþróttafólki í MÍ

24 jan 2018

Mikið af íþróttafólki í MÍ

Myndin er fengin að láni frá Facebook-síðu Ísafjarðarbæjar
Myndin er fengin að láni frá Facebook-síðu Ísafjarðarbæjar
1 af 2

Margir nemendur MÍ leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni ársins og efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Báðir koma þeir úr röðum nemenda MÍ. Albert Jónsson skíðagöngumaður úr SFÍ var kjörinn íþróttamaður ársins og Þórður Gunnar Hafþórsson knattspyrnumaður úr Vestra kjörinn efnilegasti íþróttamaðurinn.

Fleiri nemendur voru tilnefndir af sínum félögum sem bestu eða efnilegustu íþróttamenn í sinni íþróttagrein. Auður Líf Benediktsdóttir var tilnefnd sem íþróttamaður ársins af Blakdeild Vestra, Birkir Eydal var tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn af Knattspyrnudeild Harðar og sömuleiðis var Hafsteinn Már Sigurðsson tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn af Blakdeild Vestra. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með útnefningarnar. Frábær árangur sem vonandi verður framhald á.

Til baka