Morfís - MÍ átti ræðumann kvöldsins en tapaði þrátt fyrir það.

17 jan 2019

Morfís - MÍ átti ræðumann kvöldsins en tapaði þrátt fyrir það.

Morfís lið MÍ keppti við MA í sextán liða úrslitum á Akureyri í gær. MA fór með sigur af hólmi í keppninni sem var spennandi og skemmtileg. Bæði liðin stóðu sig mjög vel og aðeins var 50 stiga munur á heildarstigafjölda liðanna, sem ekki telst mikið í Morfís keppnum. Pétur Ernir Svavarsson var valinn ræðumaður kvöldsins en auk hans skipuðu þau Ásrós Helga Guðmundsdóttir, Ína Guðrún Gísladóttir og Magni Jóhannes Þrastarson lið MÍ. Þjálfarar liðsins í ár voru þau Ingunn Rós Kristjánsdóttir og Hákon Ernir Hrafnsson. Liðinu og þjálfurum þess er þakkaður góður undirbúningur og frammistaða í keppninni.

Til baka