Myndlistarsýning Maríu Rutar

2 maí 2014

Myndlistarsýning Maríu Rutar

Um páskana hélt María Rut Kristjánsdóttir nemandi skólans einkasýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu. Sýningin var hluti af listahátíðinni List án landamæra og bar yfirskriftina Myndverk Maríu Rutar. María Rut hefur unnið með teikningu og tónlist þar sem hún teiknar við hinar ýmsu tegundir tónlistar og gestum sýningarinnar gafst tækifæri á að hlusta á þá tónlist sem María Rut hefur hlustað á meðan hún vinnur að verkunum. Verk Maríu Rutar verða til sýnis í skólanum í Gallerí Gangi frá og með mánudeginum 5. maí og til 16. maí.

Til baka