Námið framundan

15 mar 2020

Námið framundan

Skólalokun og samkomubann hefst á miðnætti. Þá flytjum við í MÍ námið okkar alfarið á netið í þeim áföngum þar sem það er hægt og höldum ótrauð áfram. Moodle verður aðalverkfæri nemenda og markmið skólans er að nemendur verði fyrir sem minnstum töfum í námi. Fyrirkomulag verknámsáfanga í framhaldi af skólalokun er verið að skoða.

Þó skólahúsnæðið sé lokað verður hægt að ná sambandi við starfsfólk eins og áður í gegnum síma eða með tölvupósti. Hægt er að hringja í síma 450 4400 eða senda tölvupóst á misa@misa.is Netföng starfsfólks má finna hér.

Frekari upplýsingar um námið framundan má finna hér.

 

Til baka