Nemandi MÍ í úrslit í líffræðikeppni

29 jan 2018

Nemandi MÍ í úrslit í líffræðikeppni

Nokkrir nemendur MÍ tóku á dögunum þátt í landskeppni framhaldsskólanna í líffræði 2018. Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson gerði sér lítið fyrir og lenti í 4.-5. sæti keppninnar. Hann er því kominn áfram í úrslitakeppnina og á möguleika á að tryggja sér sæti í íslenska ólympíuliðinu. Við óskum Kolbeini innilega til hamingju og þökkum öðrum nemendum kærlega fyrir þátttökuna. Einnig eru Ragnheiði Fossdal líffræðikennara í MÍ færðar kærar þakkir fyrir að hvetja nemendur til þátttöku og styðja þá í undirbúningi.

Til baka