Nemendur MÍ í úrslit Ungra frumkvöðla

25 apr 2023

Nemendur MÍ í úrslit Ungra frumkvöðla

Árís: Agnes Þóra, Sigrún Betanína og Katrín Bára
Árís: Agnes Þóra, Sigrún Betanína og Katrín Bára
1 af 2

Við í MÍ erum ótrúlega stolt af öllum verkefnum/fyrirtækjum nemenda okkar í keppninni Ungir frumkvöðlar.

Sérstakt gleðiefni er að af þeim 30 verkefnum á landsvísu sem komust í úrslit í keppninni í ár, eru tvö þeirra frá nemendum MÍ.

Þau verkefni frá MÍ sem keppa til úrslita í ár eru: 

Árís og Alma.

Á bak við verkefnið Árís eru þær Agnes Þóra Snorradóttir, Katrín Bára Albertsdóttir og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir. Stúlkurnar voru í samstarfi við mjólkurframleiðsluna Örnu og hönnuðu laktósafrían ís.

Á bak við verkefnið Ölmu eru þau Anja Karen Traustadóttir, Embla Kleópatra Atladóttir, Guðrún Dagbjört Sigurðardóttir og Guðmundur Atli Kristinsson. Þau hönnuðu náttúrulega sápu úr þara sem er einstaklega góð fyrir viðkvæma og þurra húð, sem og að pokann utan um sápuna má nota sem skrúbb.

Nú halda nemendurnir suður á leið þar sem þau mæta í viðtöl við dómara miðvikudaginn 26. apríl í Arionbanka. Því næst kynna þau vöru sína á sviði þann 27. apríl n.k. og í kjölfar verður verðlaunaafhending.

Óskum við nemendum okkar góðs gengis á lokaspretti keppninnar. 

Til baka