Nemendur frá EUC Lillebælt í heimsókn

28 nóv 2023

Nemendur frá EUC Lillebælt í heimsókn

Undanfarna daga hafa danskir málmsmíðanemendurnemendur og kennari þeirra frá samstarfsskóla okkar, EUC Lillebælt, verið í skólaheimsókn. Nemendurnir hafa unnið að verkefnum undir leiðsögn Jonasar kennara auk þess sem þeir hafa skoðað sig um hér á svæðinu. Hópurinn gistir á heimavistinni.

Menntaskólinn á Ísafirði og EUC Lillebælt hafa átt gott samstarf í málmiðngreinum frá árinu 2011. Nemendur og kennarar frá skólunum hafa skipst á heimsóknum, kynnst þannig nýjum skólaaðstæðum og farið í fyrirtækjaheimsóknir. Samstarfið hefur verið farsælt frá upphafi og stefnt er að því að hópur frá MÍ fari til Danmerkur árið 2024.

 

 

Til baka