Nýjar sóttvarnarreglur

14 nóv 2021

Nýjar sóttvarnarreglur

Á miðnætti þann 12. nóvember tóku gildi hertar sóttvarnarreglur sem meðal annars fela í sér almenna grímuskyldu og 50 manna samkomutakmarkanir. Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri sendi nemendum póst s.l. föstudag þar sem reglurnar voru kynntar og áhrif þeirra á skólastarf í MÍ, sem eru sem betur fer ekki mjög mikil. Eftir sem áður er þó afar mikilvægt að allir séu vakandi varðandi sínar persónulegu sóttvarnir og fylgi þeim reglum sem í gildi eru.

 

Upplýsingarnar sem fram komu í póstinum má lesa hér: Hertar sóttvarnarreglur - skólastarfið framundan.

 

Og hér má lesa reglugerð heilbrigðisráðherra um skólastarf.

Til baka