Nýnemaferð 2016

7 nóv 2016

Nýnemaferð 2016

í lok ágúst fóru nýnemar í árvissa nýnemaferð í Dýrafjörð ásamt þremur starfsmönnum skólans. Farið var að Núpi í Dýrafirði þar sem hópurinn gisti. Síðan var ekið út að eyðibýlinu Arnarnes og farið í góðan göngutúr. Eftir hádegi fór hópurinn og skoðaði sig um í nágrenni Núps og farið var í Skrúð. Þá var farið í leiki á túninu við gamla héraðsskólann og um kvöldið var kvöldvaka þar sem nemendur höfðu sjálfir undirbúið ýmis atriði. Fulltrúar úr stjórn NMÍ komu þá í heimsókn og kynntu félagslíf skólans. Daginn eftir var farið í ratleik, áður en haldið var til baka til Ísafjarðar. Nokkrar myndir eru komnar inn hér á síðuna, en fleiri myndir má finna á facebook síðu skólans.

Til baka