Nýnemar haustönn 2020

23 jún 2020

Nýnemar haustönn 2020

Frá nýnemaferð MÍ haustið 2019
Frá nýnemaferð MÍ haustið 2019

Nú hafa alls 48 nýnemar verið innritaðir í Menntaskólann á Ísafirði. Þeir hafa nú fengið send nýnemabréf frá skólanum. Í bréfinu eru upplýsingar um upphaf skólaársins 2020-2021, innritunargjöld o.fl. Sérstök kynning fyrir nýnema verður haldin þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11:00.

Kennsla hefst miðvikudaginn 20. ágúst með hraðstundatöflu. Opnað verður fyrir stundatöflur í INNU föstudaginn 14. ágúst og þar er sömuleiðis hægt að finna bókalista.

Nemendur sem innrituðust á afreksíþróttasvið eiga von á tölvupósti þar sem þeir þurfa að skrá sig í sína íþróttagrein.

Við erum full tilhlökkunar að taka á móti nýjum hópi MÍ-inga.

Til baka