Nýnemar í heimsókn í Safnahúsið

14 nóv 2018

Nýnemar í heimsókn í Safnahúsið

1 af 3

Í morgun fóru nýnemarnir okkar í heimsókn í Safnahúsið á Ísafirði. Þar tók Edda Bjôrg Kristmundsdóttir bæjarbókavôrður á móti hópunum og kynnti starfsemi bókasafnsins.

Kynningin á bókasafninu er hluti af þeirri fræðslu sem nemendur í náms- og starfsfræðslu fá innan og utan skólans með velvilja félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Fyrr í vetur hafa nemendur t.a.m. fengið kynningu á geð- og kynheilbrigði, umferðaröryggi og fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  

Áfanginn náms- og starfsfræðsla er skylduáfangi sem allir nýnemar taka á haustin. Kennarar í áfanganum eru Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir og Stella Hjaltadóttir.

Til baka