Nýr yfirmaður bókasafns og skjalastjóri

9 feb 2021

Nýr yfirmaður bókasafns og skjalastjóri

Um síðustu mánaðamót hóf Pernilla Rein MS í bókasafns- og upplýsingafræði störf við skólann. Pernilla hefur verið ráðin sem yfirmaður bókasafns skólans og skjalavörður. Hún tekur þar með við af Júlíu Björnsdóttur sem sinnt hefur þessum störfum s.l. þrjú og hálft ár. Viðvera Pernillu á bókasafninu er á milli kl. 9 og 12 alla virka daga og nemendur og kennarar eru hvött til þess að nýta sér þjónustuna sem í boði er. Við hlökkum til samstarfsins við Pernillu er bjóðum hana velkomna til starfa við MÍ.

Til baka