Opið hús fyrir grunnskólanema

22 mar 2023

Opið hús fyrir grunnskólanema

Mánudaginn 27. mars verður opið hús fyrir grunnskólanema.

Grunnskólum Vestfjarða hefur verið boðið að koma í heimsókn í Menntaskólann milli kl. 10:10 og 12:00. 

Grunnskólanemendur fá kynningu á námsframboði og leiðsögn um byggingar skólans. Einnig verður boðið upp á ratleik og skemmtiatriði frá nemendum MÍ. Í lok heimsóknar er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.

Hlökkum til að sjá alla

Til baka