Opnun EMMÍ ,,Sprett-upp" afmælissýningar

24 maí 2024

Opnun EMMÍ ,,Sprett-upp" afmælissýningar

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu útskrift úr MÍ var opnuð svokölluð ,,sprett-upp" afmælissýning í Gryfjunni í dag, föstudaginn 24. maí. Á sýningunni er lögð áhersla á dulda námskrá skólans og nemendamenningin er höfð í fyrirrúmi. Það voru þær Björg Sveinbjörnsdóttir, Finney Rakel Árnadóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir sem sáu um að setja sýninguna upp. Fengu þær m.a. til liðs við sig fulltrúa nokkurra afmælisárganga sem lögðu til sögur og gripi á sýninguna. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina í dag sem var afar vel sótt.

Sýningin verður einnig opin á morgun, laugardaginn 25. maí, frá kl. 15-17.

Til baka