Opnun stigaganga í bóknámshúsi

8 sep 2020

Opnun stigaganga í bóknámshúsi

Þriðjudaginn 8. september verður breyting á sóttvarnarreglum í skólanum í kjölfar breytinga á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
 
Nú þarf ekki lengur að skipta bóknámshúsi í tvö sóttvarnarhólf og þess vegna verða stigagangarnir fjórir opnaðir. Til að hægt sé að halda 1 m fjarlægðarmörk verður einstefna í öllum stigum.
 
Til að komast UPP á efri hæðina er hægt að fara upp stiga hjá sjoppunni og milli stofu 16 og 17. Til að komast NIÐUR á neðri hæð er hægt að nota stigann milli stofu 3 og 4 sem og stigann við kennarastofuna. Vinsamlegast reynið að snerta sem minnst í stigagöngunum og áfram gildir að við sprittum okkur þegar við komum inn á ný svæði.
 
Þann 7. september 2020 voru gefnar út nýjar leiðbeiningar um skólastarf í framhaldsskólum m.t.t. auglýsingar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, nr. 811/2020, og reglugerðar nr. 864/2020
 
Leiðbeiningarnar má skoða
 

Til baka